Rakstur

Goðan dag let raka a mer bakið um daginn. Hef verið með svi mikin klaða eftir það og eitthverjar rauðleitar bolur er astæða að kikjá a þetta eða hverfur þetta bara.

Sæl/l

Þetta eru ekki óalgeng viðbrögð þegar líkamshár eru rökuð. Bólurnar sem slíkar og útbrotin eru ekki hættuleg, en þau geta sótt í sig bakteríur sem síðan mynda sýkingu.

Mikilvægt er að halda húðsvæðinu hreinu og þurru, eins er gott að skrúbba með þar til gerðum skrúbb eða þvottapoka í sturtu.

 

Til að koma í veg fyrir þetta vandamál er mikilvægt að nota góða rakvél með nýjum blöðum, nota raksápu og skrúbba húðina vel e.t.v daginn áður. Eins geta starfsfólk apoteka ráðlagt með krem sem eru sérstaklega gerð fyrir þetta vandamál.

 

Gangi þér vel.

Lára Kristín Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur