Langar að vita hvað þetta lyf gerir Takk
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Í fylgiseðli með lyfinu kemur þetta fram
Ramíl er hægt að nota:
• Til meðferðar við háum blóðþrýstingi (háþrýstingi).
• Til að minnka hættuna á að þú fáir hjartaáfall eða heilaslag.
• Til að minnka hættuna á eða tefja versnun nýrnavandamála (hvort sem þú ert með sykursýki eða
ekki).
• Til að meðhöndla hjartað þegar það getur ekki dælt nægilega miklu blóði um líkamann
(hjartabilun).
• Sem meðferð í kjölfar hjartaáfalls (hjartadreps) með hjartabilun sem fylgikvilla.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli
Þú getur lesið þér betur til um lyfið í fylgiseðli þess HÉR
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur