Rannsóknir á hormónum?

Spurning:
Er ekki rétt hjá mér að þau hormón sem rannsökuð hafa verið í Ameríku og Kanada séu annarskonar en þau sem mest hafa verið notuð í Evrópu. Vitið þið til þess að einhverjar rannsóknir séu í gangi með hormón eins og t.d. Liviol?

Svar:
Það er rétt hjá þér að hormónalyf það sem notað var í rannsókn þeirri sem olli hvað mestu fjaðrafoki þegar hún var stöðvuð í fyrrasumar, er ekki á markaði hér. Ég veit ekki hvort það hefur verið á markaði í öðrum Evrópulöndum. Þess ber að geta að um var að ræða mjög óverulega aukningu á tíðni brjóstakrabbameins, hjartaáfalla, og blóðtappa hjá konum sem tóku lyfið.Ekki hefur verið sannað að aðrar samsetningar hormóna geti valdið valdið sambærilegri aukinni tíðni brjóstakrabbameins, hjartaáfalla, og blóðtappa, en margir telja líklegt að öll samsett hormónameðferð hafi sömu áhrif.Mér er ekki kunnugt um að sambærilegar rannsóknir séu gerðar á Livial eða öðrum hormónalyfjum. Samsetning Livial er mjög ólík því lyfi sem notað var í bandarísku rannsókninni.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur