Ráðleggingar um brjóstakrabbamein

Spurning:

Góðan daginn.

Ég greindist nýlega með brjóstakrabbamein og æxlið reyndist ekki næmt fyrir hormónum.
Spurningin mín varðar það hvort ýmsar ráðleggingar og rannsóknir á brjóstakrabbameini eigi fyrst og fremst við um þau brjóstakrabbamein sem eru næm fyrir hormónum?

Sem dæmi nefni ég áhrif efna sem gleypa UV-geisla og önnur efni sem hafa áhrif á esterógen framleiðslu líkamans. Ýmsar ráðleggingar eins og að auka neyslu á sojabauna-afuðum, eiga þau einkum við um þau brjóstakrabbamein sem eru næm fyrir hormónum?

Kveðja,

Svar:

Sæl.

Ráðleggingar þessar eiga við allar gerðir brjóstakrabbameins, þó svo að mikilvægast sé fyrir þær konur sem eru með æxli næm fyrir hormónum að fylgja þeim.

Kveðja,
Bryndís Benediktsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum, sérsvið svefnrannsóknir