Haftið á typpinu mínu er vanalega smá rautt/húðlitað en það er orðið eldrautt en engin blæðing. Mig verkjar ekkert í þessu en er kominn með smá áhyggjur. Hvað er ég að díla við?
Sæll
Ef þetta er ekkert sárt eða aumt þá er líklega ekkert sem þú þarft að hafa áhyggjur af. Stundum roðnar haftið þegar það teygist á því. Forðastu álag á forhúðina/haftið í nokkra daga og sjáðu hvort þetta lagast ekki.
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur