Spurning:
Komdu sæl Dagmar.
Ég hætti að reykja fyrir stuttu og nota nikkótíntyggjó. Ég hef reykt í 18 ár og ekki mikið gert í því að hætta þannig að ég kann lítið á þetta. Mig langar til að vita hvað þú myndir ráðleggja mér sem hef reykt pakka á dag, léttan. Ég keypti 4 mg tyggjó sem mér finnst frekar sterkt.
Hvað þarf ég sterkt tyggjó og hvað er mælt með mörgum plötum á dag, þ.e.a.s. hvað er mælt með fyrir manneskju eftir svona feril? Er í lagi að vera með sama tyggjóið í 2 tíma? Minnkar ekki virknin eftir ákveðinn tíma?
Kveðja.
Svar:
Komdu sæl.
Til hamingju að vera hætt að reykja!!
Hvað þú þarft mikið nikótín fer alveg eftir því hve mikil löngun er í að reykja.
Ef þú ert alveg nýhætt, þá er eðlilegt að þér finnist tyggjóið vont, því nóg nikótín er í líkamanum. Eftir því sem það minnkar finnst þér tyggjóið betra. Það er hagkvæmara að kaupa 4 mg því þú getur skipt því í tvennt og mátt nota eins mikið og þú vilt og eða þarft, þ.e.a.s. í hvert skipti sem þig langar að reykja.
Ef þetta svar dugar ekki þegar frá líður, hafði þá samband aftur og við ráðust í gegnum þetta.
Gangi þér vel,
Dagmar Jónsdóttir, reykingaráðgjafi.