Ristill.

Er ristill hættulegur sjúkdómur ?

Sæl/ll og takk fyrir spurninguna

Ristill (e. shingles) er smitsjúkdómur sem eingöngu kemur fram hjá þeim sem hafa fengið hlaupabólu. Hann veldur sársaukafullum útbrotum í húð, oftast á öðrum helmingi líkamans og er eins og band eða belti í laginu.

Sjúkdómurinn getur verið sársaukafullur og þeir sem ekki hafa fengið hlaupabólu geta smitast og fengið hlaupabólu.

Þú getur lesið þér betur til bæði HÉR og HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur