Ristilpokar og hvað er best að borða til að koma i veg fyrir sykingu i risli

Hvar er hægt að fa upplisingar um hvað er best að borða með fyrirfram þakklæti

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Trefjar eru mikilvægar fyrir meltingarstarfsemina. Með því að borða grænmeti og ávexti daglega eykst trefjaneysla svo um munar. Góð ráð til að auka neyslu trefjaefna eru til dæmis að borða heila ávexti í staðinn fyrir að drekka ávaxtasafa, skipta út hvítu brauði, hrísgrjónum og pasta fyrir sambærilegar vörur úr heilkorni, borða trefjaríkt morgunkorn í morgunmat, fá sér hrátt grænmeti í snarl frekar en saltflögur, kex eða sælgæti og borða rétti og súpur með belgjurtum eða baunum í staðinn fyrir kjöt tvisvar til þrisvar í viku. Hægt er að finna heilmikið af upplýsingum á veraldarvefnum og læt ég fylgja hér fyrir neðan smá auka lesefni.

Gangi þér/ykkur vel.

http://ebridde.is/site/assets/files/1004/husk_bordum_trefjarikt.pdf

https://www.landspitali.is/library/Sameiginlegar-skrar/Gagnasafn/Sjuklingar-og-adstandendur/Sjuklingafraedsla—Upplysingarit/ristilpokabolga_2018.pdf

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur