Ristilskoðun

Góðan dag, ég er erlendis og uppgvötaði blóð í hægðum og hef átt erfitt með hægðir undanfarið eða of auðvelt. Ég kem heim á gamlársdagsmorgun og fer aftur erlendis 2 jan,
Er einhver læknisaðstoð eða skoðun sem ég get fengið á gamlársdag, fyrsa eða að morgni annars janúar?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Best er að leita á Læknavaktina Austurveri en hún er opin á gamlársdag frá kl 09-18.00 og svo aftur frá 21.00-23.00. Á nýársdag er opin frá kl 09-23.00

Gangi þér vel

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur