Ristilspeglun

Ég var í ristilspeglun það fundust þrír Seppar sem voru teknir,en hvað eru Seppar?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Separ í ristli geta verið  forstig ristilkrabbameins og mikilvægt er því að þeir séu fjarlægðir til þess að fyrirbyggja sjúkdóminn. Þeir sem greinast með sepa í ristli þurfa yfirleitt að vera í reglulegu eftirliti og fara í ristilspeglanir með ákveðnu millibili þar sem slíkir separ eru fjarlægðir. Það er um leið mikilvægt að hafa í huga að þó að separ finnist þýðir það ekki að um krabbamein sé að ræða heldur er verið að fyrirbyggja krabbamein.

Ég hvet þig til þess að ræða þetta vel við þinn meðhöndlandi lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur