Ristruflanir og sykursýki II

Spurning:

50 ára – kona

Hvernig er með karlmann sem þjáist af getuleysi vegna sykursýki 2 og er í lyfjameðferð.  Kemur það til með að lagast með tímanum? Og önnur: Hvað tekur það ca. langan tíma að verða aftur normal?

Svar:

Sæl,  svar mitt er þannig:

Engar góðar rannsóknir eru til um þetta atriði, en almennt er talið að karlar geti jafnvel bætt risið og/eða að minnsta kosti komið í veg fyrir frekari versnun með viðeigandi sykursýkismeðferð og ef henni er þá vel stjórnað til lengri tíma litið. Fæstir verða þó "eðlilegir" aftur, ef þegar er orðin veruleg ristruflun, en það mun einungis tíminn leiða í ljós. Ekki er unnt að gefa nákvæmt svar um tímalengd.

Bestu kv.,

Valur Þór Marteinsson