Risvandamál

Fyrirspurn:

Hallóhalló, þannig er mál með vexti að ég er búin að vera með strák(30) síðan í sumar og málið er að hann virðist eiga erfitt með að fá stinningu(hefur ekki sofið oft hjá), ég veit ekki alveg hvað ég á að gera og oft líður mjög illa útaf þessu, því ég vil virkilega allt fyrir hann gera en er því miður hjálparvana:( og eitt enn, ég er með smá verki í leginu(held ég) virkar eins og smá stingur og það hefur áhrif á kynlífið því það vill vera sárt, þetta byrjaði fyrir viku, síðast fékk ég svona vetur 2005( kannski 2 vikur) en hef verið í sambandi eftir það og alveg verið virk í kynlífinu, er þetta eitthvað sem ég á að láta skoða? og hvað gæti þetta verið?

Aldur:
24

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og bless,

Mjög ólíklegt er að um líkamlega orsakir sé að ræða eins og oft er skýringin á ristruflunum, þar sem viðkomandi er á besta aldri og ekki með sögu um sykursýki eða hjartasjúkdóm. Aðrir þættir eins og streita og reykingar geta valdið ristruflunum og er erfitt að gera sér grein fyrir alvarleika vandamálsins út frá póstinum þínum. Ég vil benda þér á vefinn www.ristruflanir.is sem er upplýsingavefur um ristruflanir en þar er m.a. hægt að taka próf sem varpar ljósi á það á hvaða stigi ristruflunin er. Í framhaldi af því er hægt að meta hvort ráðlegt sé að leita til heimilislæknis til frekari greiningar og meðhöndlunar.

Kveðja,
Arna Hansen, hjúkrunarfræðingur

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Varðandi þína verki sem þú telur vera frá móðurlífi og væntanlega aðra en tíðarverki/egglosverki þá tel ég að þú ættir að láta kvensjúkdómalækni skoða þig og meta.

Bestu kveðjur og gangi ykkur báðum vel,

Unnur Jónsdóttir,
Hjfr. og ritsjóri Doktor.is