Ritalín, aldur og önnur lyf?

Spurning:
Halló!

Ég er 21 árs kona og er þrjár spurningar um Ritalin:

1. Er maður of gamall til að taka Ritalín 21 árs?
2. Má taka Ritalin og þunglyndislyfið Cipralex saman?
3. Er hættulegt að taka Ritalin og höfuðverkjatöflur saman?

Svar:
1. Í sumum tilvikum getur reynst nauðsynlegt að gefa þeim sem haldnir eru virkni- eða ahyglisröskunum Ritalin fram á fullorðnisár. Því þarf 21 árs gamall maður ekki að vera of gamall til að taka Ritalin. Í öllum tilvikum er það þó læknis að ákveða það.

2. Ekkert bendir til að milliverkun sé milli Ritalins og Cipralex. Það á því að vera óhætt að taka þessi lyf saman.

3. Ekkert bendir til að milliverkun sé milli Ritalins og verkjalyfja.Það á því að vera óhætt að taka þessi lyf saman. Ég vil þó benda á að ekki er æskilegt að taka Cipralex með verkjalyfjum sem innihalda tramadól (Nobligan, Tramól, Tradolan og Zytram). Þessi lyf eru öll lyfseðilskyld.

Finnbogi Rútur Hálfdanarson
lyfjafræðingur