Roaccutan – hvenær má neyta áfengis?

Spurning:
Hve langan tíma þarf til þess að það sé í lagi að neyta áfengis eftir notkun lyfsins Roaccutan.  Ég er búin að vera á þessu síðan í febrúar og kláraði kúrinn fyrir 2 vikum.  Er í lagi að ég neyti áfengis núna?

Svar:
Lyfið er horfið að mestu úr blóðrásinni eftir hálfan mánuð. Óhætt er því að neyta áfengis viku til 10 dögum eftir að notkun lyfsins er hætt.Finnbogi Rútur Hálfdanarson lyfjafræðingur