Rödd og kvef

Hej,
Ég bý erlendis og hef ekki íslendskt tölfubord.

Ég hef nú verid kvefud lengi og sídan hvarf röddin alveg.
Ég fékk sprautu gegn inflúensu á heilsugaeslunni hér og hef ekki verid veik lengi..

En nú hefur slappleiki og haesi í rödd verid vidvarandi lengi og hósti.
Hvad skal ´Eg gera.? Venjulega bíd ég bara og allt hverfur. En thetta hefur verid svo lengi vidvarandi.

Kvedja
Steinunn

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þegar einkenni hafa varað eins lengi og þú ert að lýsa er kominn tími til að fara til læknis. Hæsið getur verið vegna bólgu við raddabönd og í hálsi annað hvort vegna beinnar sýkingar eða vegna stöðugs álags þegar þú hóstar mikið. Stundum þarf stera til að ná niður bólgu.  Kvefsýkingar eru oftast af völdum veira sem sýklalyf vinna ekki á en bakteríusýkingar geta komið í kjölfarið og þá eru þær stundum meðhöndlaðar með sýklalyfjum. Þetta þarf læknir að meta hjá þér.

Heimilisráð sem hjálpa sumum eru teskeið að hreinu hunangi eða út í heitt vatn með rifnu engifer og sítrónu.

Gangi þér vel.

Guðrún Ólafsdóttir,hjúkrunarfræðingur