Stadbundinn, kringlottur, ca lo.fastor. engin othaegindi
Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina
Það er ekki gott að segja hvað þarna er á ferðinni. Húðin getur verið mislit og sumir eru með rauða húðbletti í hársverði sem eru þá einhversskonar æðaflækja eða valbrá. Valbrá er meðfædd æðaflækja hvar sem er í húð sem myndar samfellt rautt vel afmarkað svæði.
Ef þessu fylgja engin óþægindi er ekkert sérstakt sem þú þarft að gera. Fylgsju bara með þessu og ef það koma óþægindi eða þetta breytir sér skaltu ráðfæra þig við lækni.
Með kveðju
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.