Röntgenmyndir hjá tannlæknum?

Spurning:
Ég hef verið að velta fyrir mér nauðsyn þess og/eða áhættu að börn séu röntgenmynduð jafnvel tvisvar sinnum á ári hjá tannlæknum. Hversu mikil áhætta fylgir slíkum myndatökum? Er þörf á að mynda tennur þetta oft til að leita að skemmdum?

Svar:
Röntgengeislun skal fara sparlega með.  Röntgenskoðun skyldi einungis beita þegar brýna nauðsyn ber til eða þegar ástæða er til að ætla að slík skoðun veiti  gagnlegar/nauðsynlegar upplýsingar sem ekki er hægt að afla með öðrum hætti.  Mjög er mismunandi hversu oft þykir þurfa að röntgenskoða tennur og tannstæði barna. Sú þörf er mjög einstaklingsbundin og að auki aldurstengd. Sum börn þarfnast hennar ekki nema á einhverra ára millibili en önnur oftar en einu sinni á ári. Ungir þarfnast hennar oftar en aldnir.Mun meiri ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þeirri auknu jónandi geislun sem menn verða fyrir á einum degi á sólarströnd eða í þotunni á leiðinni ti hennar og frá Ein röntgenmynd af tönnum tekin á réttri stundu kann að koma í veg fyrir töku margra mynda síðar.Takk fyrir góða spurningu,Ólafur Höskuldsson