sáðlát

ef maki mans er vanur að fá sáðlát þegar við erum að stunda kynlíf.. svo skyndilega hættir hann að fá sáðlát þegar við stundum kynlíf. hvað táknar það? er hann búinn að missa áhugan á mer?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Það er erfitt að segja hvað veldur þessu, nú veit ég ekki hversu langan tíma þetta hefur staðið yfir.  Ég veit ekki hans sjúkrasögu eða aldur, en ýmisskonar lyf, sjúkdómar eða streita og andleg líðan geta haft áhrif á sáðlát karlmanna. Það er spurning hvort hann sé að taka inn einhver ný lyf eða eitthvað annað í daglegu lífi sem geti haft þessi áhrif.  Ég myndi því halda að þetta væru frekar læknisfræðilegar ástæður heldur en sú ástæða að hann sé búin að missa áhugann á þér.

Ef ástandið lagast ekki mæli ég með að leita til læknis.

Gangi þér vel,

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.