Hvað getur verið að þegar mikið saltbragð er t.d. í munni, nefi og augum og húð að auki.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Salbragð í munni getur t.d. stafað af brenglun á bragðskyni/bragðlaukum, það verður viðkvæmara (oft aukaverkun af lyfjum) eða hreinlega þurrki, vökvaskorti. Einnig gæti verið frá táragöngum sem leka inn í nef og aftur i háls, sjúkdóm í munnvatnskirtlum eða vegna bakflæði sem oft veldur súru, bitru eða söltu bragði í munni. Prufaðu að auka vökvainntöku, ef ekkert breytist að ræða þá við heimilislækni til að finna ástæðuna fyrir þessu. Frekari upplýsingar má finna hér fyrir neðan.
https://www.healthline.com/health/dental-and-oral-health/salty-taste-in-mouth
Gangi þér/ykkur vel.
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur