Fyrirspurn:
Hæ,
Mig langar að spyrja hvað ég get gert í mínu vandarmáli, mér finnst sæðið á mér ekki líta vel út, það er bara vökvi, lekur eins og vatn og sérst ekki í hvítar sáðfrumur, ég hef séð eitthverja gula punta í því en ekki mikið af því, þetta hefur ekki verið svona áður og ég hef áhyggur af mér. Hvað á ég að gera? Þetta er búið að vera svona í 3 ár. Getur einhver hjálpað mér?
Svar:
Það er aðeins eitt að gera í fyrstu atrennu, fara til læknis og
biðja hann um að rannsaka hjá þér sæðið (sæðisprufa)
og gera einfalda líkamsskoðun.
Framhaldið ræðst af niðurstöðum þeirrar rannsóknar.
Bestu kveðjur,Valur Þór Marteinsson