Sár ofaná tám

Er komin með sár ofaná þrjár tær tvær á öðrum fæti og eitt á hinum
man ekki eftir að hafa rekið tær í,

Hvað getur þetta verið ?

Kærar þakkir

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að giska á hvað þetta getur verið en mögulega er um núningssár að ræða af því að vera í of þröngum skóm eða blautum.

Láttu anda vel um sárin og haltu þeim þurrum og hreinum. Ef hægt er að vera í opnum skóm eða sandölum næstu daga utan dyra og berfættur innandyra ætti þetta að gróa hratt og vel.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur