Góðan dag.
Fyrir rúmri viku var ég á göngu og fékk skyndilega sáran verk í hæl.
Engin ástæða, missteig mig ekki. Verkurinn misslæmur en fer ekki.
Hef verið dugleg að ganga undanfarið, geta það verið skórnir?
Eitthvað sem ég get gert til að flýta bata án þess að þurfa til læknis?
Með fyrirfram þökk.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
Það er mjög margt sem að gæti orsakað þessi einkenni. Þetta gæti eins og þú nefnir verið skórnir, hælsæri eða nudd, en einnig gæti þetta verið af öðrum toga. Ef þetta háir þér mikið og lagast ekki mæli ég með því að þú heyrir í heimilislækninum þínum.
Gangi þér vel,
Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur