Sársauki eftir samfarir, hvað er til ráða?

Spurning:
Góðan dag, ég er 22 ára kona og þannig er mál með vexti að ég eignaðist
mitt
fyrsta barn fyrir 5 mánuðum síðan. Við hjónin byrjuðum að stunda kynlíf 2
mánuðum eftir að ég átti og hefur það alltaf verið jafn sársaukafullt fyrir
mig, það fylgir þessu mikill sviði og oftast blæðir smá hjá mér. Við förum
mjög varlega og notum sleipiefni en allt kemur fyrir ekki. Ég er í a.m.k.
klukkutíma að jafna mig eftir hverjar samfarir og þá sérstaklega af
sviðanum
en stundum fæ ég líka verki eins og í grindina. Hvað er til ráða? er þetta
eðlilegt og hvað megum við búast við að þetta verði svona lengi?.

Kveðja par í vanda.

P.s. ég er búin að fara í eftirskoðun og þar var allt eðlilegt.

Svar:
Svona á þetta ekki að vera og því eitthvað sem komið hefur upp, við eða
eftir fæðinguna. Ég sé ekkert ráð annað en að láta endurmeta ástand þitt,
svo finna megi út hvað sé að. Það ætti ekki að vera flókið að finna út
hvað angri þig.

Bestu kveðjur og gangi ykkur vel.