Sársauki í limi

Góðan dag, ég er að forvitnast. Ég er hreinn sveinn en ég hef í mörg ár verið með hvítan blett sem er eins og sé steinn inn í og verkjar í þegar ég er að strjúka. Ef ég kreysti smá sé ég klárlega blóð við hlið þessa hvíta bletts eins og það sé gluggi fyrir ofan blettinn í gegnum húðina og sé alveg hreint blóð. Hvað er þetta og hvað get ég gert?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það er ekki gott að segja til um hvað þetta er né hvort það þurfi eitthvað að gera við þessu en ég hvet þig til þess að fá heimilislækni til þess að kíkja á þetta og finna með þér skýringu á hvað um sé að ræða.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur