Sársauki í samförum?

Spurning:
Ég hef verið í sambandi í 3 ár og við höfum alltaf lifað góðu kynlíf en svo fyrir svona 6 mánuðum byrjaði ég að finna til sársauka í samförum, það er eins og það sé lítið sár rétt fyrir neðan „opið“ og get ég ekki lengur stundað kynlíf tvo daga í röð og oft verður að líða margir dagar í röð útaf sársauka. Ég hef aldei fengið kynsjúkdóm eða neitt. Það er ekki mikill sviði,þetta er bara eins og lítil skráma sem kemur aftur og aftur!! hvað getur þetta verið? með fyrirfram þökk

Svar:
Þetta getur verið af margvíslegum ástæðum, sjaldnast neitt alvarlegt, en á hinn bóginn getur svona staðið lengi yfir og verið erfitt að bæta það. Ráð mitt er að þú leitir til læknis og biðjir hann að skoða þetta og greina og fáir viðeigandi meðferð (eftir því hvað hann álítur vera orsök).

Gangi þér vel,
Arnar Hauksson dr med.