Sauðburður á meðgöngu

Hæ, ég er 18 ára sveitastelpa og er gengin u.þ.b. 11 vikur. Ég bý þar sem mikið er af kindum og nú fer að nálgast sauðburð, ég er að velta fyrir mér hvort það sé ekki í lagi að vinna í sauðburði ef ég fer varlega varðandi smithættu úr rollunum?

Svar:

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Ég sé að á ljosmodir.is hefur verið spurt að þessu sama. Hér getur þú séð svarið þar: http://www.ljosmodir.is/spurt-og-svarad/nanar?id=1524

Ekki er mælt með að ófrískar konur hjálpi til við sauðburð vegna smithættu frá vessum af dýrum. Þá er aðallega verið að hugsa með bogrymlasótt í huga.

Hér getur þú einnig lesið þig til um bogfrymlasótt á meðgöngu: https://doktor.is/sjukdomur/bogfrymilssott-og-medganga

Gangi þér vel,

Sigrún Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.