Sé allt í móðu með vinstra auga

Spurning:

Góðan daginn. Ég þarf að fá smá ráð hjá þér í sambandi við vinstra augað í mér. Ég er 20 ára kk. og ég tók eftir því fyrir svona 2 vikum að þegar ég  loka hægra auganu þá sé eg allt í móðu, ég get ekki lesið textann þegar ég horfi á sjónvarpið fyrir móðu, en þegar ég hef opin bæði augun þá sé ég alveg vel. Ég ætlaði að athuga hvort þér gæti dottið eitthvað í hug hvað væri að og hvort þetta sé eitthvað alvarlegt?
Ég vona að þú getir svarað þessu. 
Með fyrirfram þökkum.

Svar:
Komdu sæll.

Hér virðist sem eitthvað hafi komið upp á með vinstra augað. Ég ráðlegg þér eindregið að leita augnlæknis hið bráðasta og bendi á að utan skrifstofutíma er ávallt læknir á vakt á augndeild Landspítala Háskólasjúkrahúss í síma 543 1000.

Gangi þér vel!

Jóhannes Kári.