Sein á túr

Hæ, ég byrja nánast alltaf á réttum tíma á túr (mesta lagi 2 dögum of sein). Þegar ég átti að byrja á túr núna kom bara brún útferð, ekki mikið og var í ca 4-5 daga. Byrja svo allt í einu að blæða á 7 degi og blæddi í 2 daga. Tók óléttupróf á 5 degi og það var neikvætt. Ég er búin að vera með ógleði í nokkrar vikur.

Getur verið að ég sé samt ólétt eða getur þetta verið eitthvað annað?

28 ára og hraust

Góðan daginn og takk fyrir fyrirspurnina

Seinkun blæðinga getur orsakast af mismunandi ástæðum og er sú algengasta oft hormónatruflanir.

Aðrar ástæður utan hormónatruflana og þungunar eru stress/álag, offita eða lág líkamsþyngd, legslímuflakk (PCOS), hormónapillan, sykursýki og aðrir krónískir sjúkdómar, breytingarskeiðið, skjaldkirtilsvandamál og fleira.

Þar sem þú finnur einnig fyrir ógleði ráðlegg ég þér að taka aftur ólétupróf eftir viku. Ef ógleðin heldur áfram eða ágerist ráðlegg ég þér að heyra í lækni.

Stundum lagast bæðingaóregla án þess að neitt sé gert en þú getur líka haft samband við kvensjúkdómalækninn þinn og borið þetta undir hann ef þetta heldur áfram.

Gangi þér vel,

kveðja,

Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur