Seinar blæðingar

Góðann daginn ég var að velta fyrir mér ég er 27 ára og ég er 2 vikum of sein á blæðingum og ég hef ekki sofið hjá svo ég er ekki ólétt, er þetta eitthvað til þess að hafa áhyggjur af? ég hef stundum verið sein og hef alltaf byrjað á blæðingum í hverjum mánuði.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er tiltölulega algengt að óregla á blæðingum eigi sér stað af og til án þess að um þungun sé að ræða. Ekki er alltaf hægt að finna ástæðuna á bakvið en streita og álag eru oft talin undirliggjndi orsök.  Þú gætir mögulega átt von á því að blæðingarnar verði meiri en venjulega þegar þær byrja.

Ef þú byrjar alls ekki á blæðingum (1-2 tíðahringir) skaltu taka þungunarpróf og heyra í lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur.