Sepi og bólgur i ennisholum

Hvað gerist þegar sepi myndast i höfðinu.Getur það verið hættulegt ..hvað er til ráða ef sýklalyf virka ekki þannig að sepinn fer .

Sæl/ll,

Ég veit ekki alveg hvað þú ert að meina með sepa í höfðinu. En ennisbólgur og kinnholubólgur eru gjarnan nefndar í sömu andrá þar sem algengt er að sýkingar á þessum svæðum nái sér á strik samtímis. Þetta er þó ekki aldgild regla og getur komið fyrir í sitthvoru lagi.

Ennis- og kinnholur eru sameiginlegt heiti yfir göng og holur sem liggja í höfuðkúpunni: fyrir ofan augun (í enninu), sitthvorum megin við nefið inn í kinnbeinunum og fyrir aftan nefbeinið. Í þessum göngum framleiðir líkaminn bakteríudrepandi slím og er nokkurs konar hreinsistöð fyrir það loft og ryk sem við öndum að okkur. Auk þess rakamettast loftið í þessum göngum sem minnkar ertingu í slímhúðinni. Ef göngin eru of þröng ráða þau illa við slímframleiðsluna og stíflast auðveldar en ella. Myndast þannig slímpollar sem eru kjörnar aðstæður fyrir bakteríur og vírusa að ná sér á strik og valda bólgum.

Oftast er gefið sterasprey eða sýklalyf við þessum bólgum. Ef að þú ert búin/nn að vera með ennis- eða kinnholdubólgu og sýklalyfin hafa ekki dugað, ráðlegg ég þér að fara aftur til læknis.

Bylgja Dís Birkisdóttir, hjúkrunarfræðingur.