Góðan dag
Hætti á þessu lyfi fyrir 1 mánuði, eftir 6 ára notkun. Í upphafi var mér ávísað
400 mg. vegna svefnleysis og sárra erfiðleika sem komu upp. Fyrir nokkrum árum gat ég minnkað niður í 50 mg. Fer í göngutúr í tæpa klst. daglega.
Nú verð ég bara ekki syfjuð sama hvaða tími sólarhrings er. Ég ætla ekki að taka svefnlyf sama hvað og vaki svo út í hið óendanlega. Þegar ég reyni að sofna verða hugsanirnar óendanlega óvinveittar og mér fer að líða mjög illa og verð að komast á fætur til að losna við þær. Hef lesið um að þetta taki oft 1-2 vikur og stundum 3 vikur, en nú eru komnar 4 vikur. Gæti þetta tekið nokkra mánuði? Kannski skrifa ég líka:) því það er svo einmanalegt að vera svona ein vakandi á nóttunni.
Bestu þakkir.
Sæl og takk fyrir fyrirspurnina
Algengt er að fólk finni fyrir ákveðnum fráhvarfs einkennum þegar hætt er skyndilega inntöku Seroquel Prolong og geta þau meðal annars verið; erfiðleikar með svefn (svefnleysi), ógleði, höfuðverkur, uppköst, niðurgangur eða svimi. Þegar Seroquel er tekið í langan tíma (nokkur ár) og síðan trappað niður geta aukaverkanir orðið ansi miklar.
Þar sem þú segist hafa trappað það niður í 50mg fyrir nokkrum árum, þykir mér athyglisvert að aukaverkanir séu fyrst núna að koma fram, gæti verið að þetta svefnleysi og vanlíðan sem þú ert að upplifa núna gæti tengs einhverju öðru en lyfinu? Gæti verið að þú sért nýbyrjuð að taka önnur lyf samhliða þessu eða að þú sért undir miklu álagi í þínu persónulega lífi. Það getur verið ansi margt sem kemur til greina og ráðlegg ég þér að heyra í þínum lækni og fara saman yfir málin.
Með góðri kveðju,
Rebekka Ásmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur