serum- CRP

Hvað er s-crp ? Í blóðrannsókn sem ég fór í stendur. S-crp lágmark 0 hámark 6 mæling sínir 20 mg/l

 

 

CRP (C reactive protein) mælir magn af prótíni í blóði sem framleitt er af lifrinni og hækkar þegar bólgusvar fer af stað í líkamanum. CRP hækkar við bólgusjúkdóma og bakteríusýkingar og getur einnig hækkað mikið við sumar veirusýkingar. Það virðist einnig einstaklingsbundið hversu mikið CRP hækkar. Hins vegar geta þessar mælingar aldrei annað en gefið vísbendingar um hvað sé að; þær geta ekki gefið greininguna á því hvað er undirliggjandi. Þannig verður að túlka mælinguna út frá hverjum einstaklingi og hvað saga, skoðun og aðrar rannsóknir sýna.

 

Hækkun á CRP upp á 20 er afar lítil hækkun en þarf að skoða í samhengi við aðra þætti eins og áður kemur fram.

Með kveðju

 

Guðrún Gyða Hauksdóttir

hjúkrunarfræðingur