Spurning:
Hæ hæ!
Litli strákurinn minn sem er rúmlega 6 mánaða er alltaf veikur. Það byrjaði þegar hann var 7 vikna en þá fékk hann heilahimnubólgu en það var allt í lagi með hann, og eftir það er hann stanslaust veikur, hefur fengið rs vírus og fyrir viku síðan sagði læknirinn mér að hann væri með barkabólgu og það væri ekkert gert og svo núna er hann kominn á pensilín því þetta versnaði bara. Strákurinn minn er alltaf með hor í nefi og alltaf af og til með smá hitavellu 38 stiga hita.
Þegar hann fékk heilahimnubólguna sagði læknirinn að við ættum að sjá til, hann væri bara með hita en ég vildi ekki bíða svo við fórum suður á spítala og þá var hann með heilahimnubólgu og læknarnar sögðu að það hefði ekki verið gott að bíða í einn dag enn, og að strákurinn minn plataði svolítið því hann væri duglegur að nærast og virtist alltaf ánægður en væri í raun og veru orðinn fárveikur og auðvitað fékk ég sjokk og kannski er ég mjög stressuð síðan þetta var, en hann er alltaf veikur og ég þoli ekki þegar læknarnir eru að segja að hann sé mjög hraustur og ekkert laslegur en ég er mamman og ég veit alveg að þetta er ekkert eðlilegt að drengurinn sé alltaf lasinn.
Hvað á ég að gera og er hægt að benda mér á góðan barnalækni? Ég vil líka taka það fram að litli strákurinn er búinn að fá stíl í rassinn og hóstasaft til að geta sofið og er það búið að vara í viku og mér finnst það ekki gott og ég er búin að tala um það við lækni og hann lét hann fá pensilín sem mér finnst bara ekki virka. Jæja það er best að hætta og vonandi skilst þetta sem ég var að skrifa.
Takk takk
Svar:
Blessuð.
Margir finnast þeir barnalæknarnir í borginni bæði í Domus Medica, Læknastöð Austurbæjar og fleiri stöðum.
Mæli með að þú leitir til einhverra þeirra.
Kveðja
Þórólfur Guðnason, barnalæknir