Sexomania

Hvað er sexomania?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Sexomania (kynlífsfíkn) er hegðun sem lýsir sér þannig að einstaklingur sýnir mikinn eða ákaflegan áhuga á kynferðislegri hegðun og lætur hugsanir og athafnir er snúa að kynlífi, ást eða samböndum stjórna sér það mikið að það fer að bitna á öðrum þáttum í lífinu.  Þetta er talin vera áráttu- og þráhyggjuhegðun þar sem einstaklingur virðist ekki hafa stjórn á tilfinningum sínum og lífi á ákveðnum tímapunkti. Þetta getur gerst hjá báðum kynjum.
Sexomania (kynlífsfíkn) er talin vera alvarleg, og hefur álík áhrif á einstakling eins og aðrir fíknisjúkdómar. Þegar einkennin eru farin að hafa veruleg áhrif andlega, líkamlega eða félagslega á daglegt líf er fólk talið þjást af ástar- og kynlífsfíkn.

Fleiri upplýsingar er að finna um kynlífsfíkn á heimasíðu SLAA á Íslandi, www.slaa.is.

Gangi þér vel,

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur.