Spurning:
Ég var mjög óánægð með brjóstin á mér eftir barnsburð, þau voru svo tóm og sigin. Ég hafði misst allt sjálfsálit og leið mjög illa innan um fólk, sérstaklega í sundi. Svo ég lét setja sílikon í þau fyrir 5 mánuðum. Þau voru voða flott fyrst og ég var mjög sátt við þetta. En nú eru púðarnir farnir að losna, brjóstin líta ekki vel út og mér verður oft illt í þeim. Mér finnst eins og þau séu farin að minnka aftur og stundum verða þau mjög asnaleg í laginu. Þannig að nú er sjálfsálitið farið aftur. Hvað er hægt að gera? Er þetta algengt? Er hægt að laga þetta? Ef svo er kostar það mikið?
Svar:
Komdu sæl.
Mér finnst eðlilegast að þú farir aftur til læknisins sem setti púðana í og ræðir þetta við hann. Mér sýnist að þú þurfir að láta lyfta brjóstunum á þér en það veit maður aldrei fyrr en við skoðun.
Kær kveðja.
Ottó Guðjónsson, lýtalæknir