sinadráttur

eg svo slæm af sinadrætti li fótum á nóttunni og á daginn er sinadrátturinn í höndunum ,fingurnir fara í allar áttir þetta er mjög vont, ,get eg gert eitthvað til að minka þetta ?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Svo tíðir og dreifðir sinadrættir eru ekki eðlilegt ástand. Margar undirliggjandi ástæður gætu verið þar á baki s.s. sjúkdómar, skortur á söltum, þurrkur, ofreynsla, reykingar, skert blóðflæði, aukaverkun af lyfjum o.fl. Ég ráðlegg þér því að panta tíma hjá þínum heimilislækni og fara yfir hvað getur verið að valda þessu hjá þér.  Það sem þú getur gert í millitíðinni er t.d. að passa að drekka nóg af vatni, taka inn kalsíum og magnesium og forðast koffín og reykingar.

Hér getur þú lesið þér betur til um sinadrætti: https://doktor.is/grein/sinadrattur-2

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur