Sæl,
Vinkona mín er að kljást við síþreytu. Samkvæmt rannsóknum hjá lækni er hún að fá öll vítamín og ekkert finnst í blóði sem skýrir þetta. Þessi daglega þreyta hefur aukist nokkuð verulega síðastliðið ár.
Hún er búinn að vera með nokkuð slæmt astma í einhver ár svo ég fór að velta fyrir mér hvort þetta gæti tengst lungunum, astma, upptöku súrefnis eða súrefnismettun. Hvert gæti hún snúið sér varðandi skoðun á lungunum?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Vinkona þín er kannski með Lungnalækni þar sem hún er með astma og það er best að fara í gegnum þá með að skoða lungun og hvort þetta tengist lungunum. Hafi hún ekki lungnalækni að þá þarf hún að fara í gegnum heimilislækni og fá beiðni til lungnalæknis. Það er til vefsíða sem heitir lungu.is, þar getið þið líka fundið allskonar upplýsingar varðandi lungu og lungnasjúkdóma. Læt fylgja með af gamni slóðir á greinar um síþreytu, gætuð fengið einhverjar hugmyndir þar.
https://doktor.is/grein/hvad-er-sithreyta
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/chronic-fatigue-syndrome/symptoms-causes/syc-20360490
Gangi þér/ykkur vel.
Thelma Kristjánsdóttir, hjúkrunarfræðingur