Síþreyta

Getur fólk verðið með bæði vefjagigt?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Vefjagigt og síþreyta (Chronic Fatigue Syndrome /CFS ) eru sitthvor sjúkdómurinn eru mörg einkenni þau sömu og stundum getur verið erfitt að greina á milli. Það er helst að þreytan er ríkjandi einkenni í síþreytu og eins geta verið bólgnir eitlar sem eru sjaldnast í vefjgigt.  Báðir sjúkdómar geta verið snúnir í greiningu því fyrst þarf að útiloka ýmsa aðra sjúkdóma sem lýsa sér með mörgum af einkennum vefjagigtar eða síþreytu. Þar sem mikil  þreyta er eitt af einkennum vefjagigtar, yrði  mikil þreyta einstaklings með greinda vefjagigt flokkað sem einkenni vefjagigtar frekar en að sá fengi nýja sjúkdómsgreiningu síþreytu (CFS).

Gangi þér vel,

Guðrún Ólafsdóttir,

hjúkrunarfræðingur