Sjálsfróun

Hæ ég er 39 ára karlmaður og ég á í miklum vanda með að fá fullnægingu.  Ég fæ ekkert út úr því að stunda sjálsfróun heldur. Þetta hefur verið svona hjá mér eins lengi og ég get munað og þetta veldur mér talsverði vanlíðan og vandamálum í sambandi mínu með minni konu.  Ég hef látið ath með hormóna hjá mér og ég er með nóg af þeim.  Hvað get ég gert?

KV: Einn í vanda

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Á ensku kallast þetta „Male Anorgasmia“

En ástæðurnar fyrir því að karlmaður fær ekki fullnægingu geta verið mjög margar. Ég ætla að telja upp nokkrar ástæður:

Algengast er að ástæðan sé af sálrænum toga. T.d gæti ótti, kvíði, eins konar andúð á kynlífi og vandamál í sambandinu.
1. Kvíði varðandi frammistöðu í kynlífi er ein algengasta og líklegasta ástæðan fyrir skorti á fullnægingu í kynlífi.
2. Neikvætt viðhorf gagnvart kynlífi sem yfirleitt byrjar í æsku, og eru oft tengt kvíða hjá foreldrum eða trúartengt.
3. Áfall tengt kynlífi eða kynferðisofbeldi
4. Þunglyndi
5. Sorg
6. Stress varðandi að geta barn

Læknisfræðilegar ástæður fyrir þessu gætu verið sykursýki (taugaskaði af völdum sykursýki líka), háþrýstingur, lágt testósterón, aðgerð á blöðruhálskirtli, MS, taka á SSRI lyfjum (geðlyf), áfengissýki, aðgerð á kynfærum, mænuskaði og fleiri.

Nú mæli ég með að þú látir skoða þig almennilega hjá lækni, jafnvel fara til þvagfæraskurðlæknis. Einnig mæli ég mikið með að þú leitir til sálfræðings og fáir aðstoð við að finna út úr þessu, því oftast er þetta af sálrænum toga.

Vona að þetta svar hjálpi eitthvað,

Gangi þér vel

Sigrún Sigurjónsdóttir hjúkrunarfræðingur