Sjóntruflanir.

Hæ.
Ég fæ stundum sjóntruflanir sem koma eins og glitrandi keðja og það skiptir engu máli hvort ég sé með augun opin eða lokuð. Þetta gerist aðallega á morgnana, en hverfur svo á nokkrum mínútum þegar ég hef fengið með að borða. Ég fæ mér yfirleitt kaffi á morgnana og borða lítið sem ekkert fyrr en nær dregur hádegi, gæti það verið ástæðan og þá af hverju, þetta hefur ekki verið svona þar til núna 2-3 síðustu árin.

Takk fyrir fyrirspurnina.

Ástæða sjóntruflana getur verið af ýmsum toga, ég myndi ráðleggja þér að fá mat augnlæknis.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur