Sjóntruflun

Maðurinn minn varð fyrir því í gær, að hann fór að sjá allt eins og í móðu (blurred) og það stóð yfir í u.þ.b. stundarfjórðung. Um hríð sá hann svo til ekkert með öðru auganu, en svo leið þetta hjá og sjónin varð eðlileg á ný. Enginn höfuðverkur fylgdi og engin eftirköst. Hann er 63 ára.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Sjóntruflanir eru algengar og oftast hægt að tengja þær við einvherskonar áverka á sjóntaug eða auganu sjálfu. Einkenni eins og þið nefnið ber að taka alvarlega og fara til læknis eða augnlæknis í frekari rannsóknir. Nokkrar ástæður geta verið fyrir þessu eins og t.d. aukaverkun lyfja, sykursýki, stroke, tia kast eða jafnvel einhverskonar augnsjúkdómur. Heyrið endilega í ykkar heimilislækni sem svo vísar ykkur áfram telji hann ástæðu til. Hér má finna  lesefni um nokkrar helstu ástæður sjóntruflana.

Gangi þér/ykkur vel.

Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.