Hef tekið eftir því að andleg líðan hjá mér hrakar gífurlega um leið og það fer að dimma á daginn og er veturinn mjög erfiður fyrir mig og ég verð nánast þunglyndur. Hinsvegar líður mér mjög vel þegar það er sumar og bjart nánast allann sólarhringinn. Hvað get ég gert til að bæta úr þessu?
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Einkennin sem þú ert að lýsa eru einkennandi fyrir það sem kallað er skammdegisþunglyndi. Þessi tegund þunglyndis er mjög algeng, hún er árstíðabundin og er vetrartíminn þar sérstaklega erfiður þegar daginn styttir og myrkrið er lengri tíma sólahringsins. Einföldustu ráðin eru t.d. að taka d vítamín, nýta sér ljósameðferð (bæði til ljósapampar og vekjaraklukkur sem auka lýsingu yfir daginn) og ef það virkar ekki þá má jafnvel fá aðstoð sérfræðinga, lækna eða sálfræðinga. Læt fylgja með ýtarefni um skammdegisþunglyndi, þar er að finna fleiri góð ráð og ýtarlegri upplýsingar um skammdegisþunglyndi.
Gangi þér/ykkur vel.
https://salfraedingarnir.is/skammdegid-angrar-marga/
https://attavitinn.is/heilsa/gedheilsa/skammdegisthunglyndi/
https://doktor.is/grein/skammdegisthunglyndi
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur