Idotrim
Sæl/sæll og takk fyrir fyrirspurnina
Idotrim er notað við þvagfærasýkingum og sem fyrirbyggjandi meðferð við endurteknum þvagfærasýkingum.
Þú getur lesið þér ti um lyfið og skammtastærðir hér
Ef læknir hefur skrifað aðrar skammtastærðir fyrir þig en mælt er með á lyfseðlinum skaltu ræða það við lækninn,eða eins og segir í fylgiseðlinum sem þú getur lesið HÉR
Notið lyfið alltaf eins og læknirinn hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.
Mikilvægt er að ljúka ávísuðum skammti svo sýkingin blossi ekki upp að nýju.
Læknirinn ákveður skammtinn sem er einstaklingsbundinn
Gangi þér vel
Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur