Skegglaus svæði eftir högg?

Spurning:
Ég lenti í slysi fyrir tveimur og hálfu ári, ég fékk þungt högg hægra megin á andlitið og kjálka og kinnbeinsbrotnaði, það var meðhöndlað á viðeigandi hátt. Ég er dofinn hægra megin í andlitinu og verð það að einhverju leyti til frambúðar, en það sem ég er að spá er að núna síðustu vikur, eru að koma svæði á andlitinu sem ekki vex skegg lengur. Það er mest þar sem höggið var og líka vinstra megin. Hvað getur verið að ske? Eru taugar og sinar að drepast smátt og smátt, því þetta er líka vinstra megin þar sem ekki kom högg, hvernig læknir væri best fallinn til að kíkja á þetta?

Svar:

Komdu sæll.  Þakka þér fyrirspurnina.
 
Ég ráðlegg þér að leita til sérfræðinga í efnaskipta- og hormónalækningum og/eða sérfræðings í
taugalækningum. Það væri líka reynandi að leita til lýtalæknis eða almenns skurðlæknis sem
mundi geta gefið þér svör við vandamáli þínu. Læknar í þessum sérgreinum geta hugsanlega
vitað af hverju þetta stafar.
 
Bestu kveðjur, Hrönn Guðmundsdóttir.