Skemmir nikotíntyggjó tennurnar?

Góðann dag, mig langar að vita hvort nikótíntyggjó skemmi tennur og éti tannhold með tímanum líkt og munntóbak gerir?

kveðja

 

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

 

Nikótíntyggjó er ekki jafn slæmt fyrir tennur og tannhold líkt og munntóbak, en hefur þó einnig slæm áhrif. Það að tyggja nikotíntyggjó getur valdið verk í kjálka og skaða á tönnun og slímhúð munnsins. Tannholdsbógla, bólga í tungu, munni og vörum, munnsár og breytingar á bragðskyni og munnvatnsflæði eru einnig algeng vandamál hjá þeim sem tyggja nikotíntyggjó. Því er nikótíntyggjó skárri kostur en munntóbak, en langtíma neysla þess er slæm fyrir tennur og tannhold.

 

Gangi þér vel

 

með kveðju,

Sigrún Inga Gunnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur