Skilgreining á geðrænum kvillum

Var þráhyggju- og kvíðaröskun jafn algeng í gamla daga, það vantaði bara nöfnin á geðrænum kvillum?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þessari spurningu er ekkert mjög auðvelt að svara.
Líklega er þetta svipað algengt, en í dag hefur læknavísindum fleytt mikið fram og því eru líklega fleiri einstaklingar sem fá greiningar á sínum andlegu veikindum heldur en áður var.
Meðhöndlunin í dag er ekki sú sama og hún var – heldur hefur hún þróast til batnaðar.

Líklega hefur einnig aukist greiningar í geðlækningum varðandi alls kyns tilvistarvandamál, eins og kvíði, fælni og samskiptavandamál. Einnig mál sem menn vissu í raun ekki að væru til, eins og ADHD hjá fullorðnum og kynlífs- og kynáttunarvandi.

Vona að þetta hafi svarað spurningunni.

Sigrún Eva Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur