skinnleysi á höndum og sprungur á fingurgómum og á fótum

Sæl verið þið.
Hvað er það sem veldur því að skinn á höndunum á mér leysist nánast upp, sérstaklega fingrunum og er næfur þunnt og mjög viðkvæmt og springur/rifnar við minnstu snertingu ?
Einnig springa hælarnir á mér mikið og fram allan fót að utan og innan á brúninni ?
Kveðja

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það geta verið ýmsar ástæður fyrir þessu. Sumir finna þessi einkenni sérstaklega á vorin, þegar veður hlýnar einhverra hluta vegna.  Aðrir tengja það við það að  vinna í garðinum eða bara að vera án vettlinga. Ef það er orsökin gengur þetta yfir með aðstoð feitra handáburða og fótakrema.

Hins vegar geta ýmsir sjúkdómar valdið þessum einkennum eins og sveppasýking, exem og sjálfsofnæmissjúkdómar svo að ef þetta hefur verið viðvarandi í nokkurn tíma og venjuleg meðferð með handáburði dugar ekki skaltu ráðfæra þig við lækni.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur