Skjálfti í höfði og höndum

Fyrirspurn:

Sæl verið þið.

Hvað getur það verið þegar maður "Tinar" þ.e. ef maður fær ósjálfráða kippi í höfði og jafnvel að hendur.
Ég er 54 ára og er ný farin að taka eftir þessu hjá mér. Maðurinn minn segist hafa tekið eftir þessu mun fyrr!
Móðir mín hefur svona sem hefur ágerst eftir því sem hún eldist og segir að hennar móðir hafi líka verið svona.
En ég vildi gjarnan fá skýringu á þessu og er eitthvað hægt að gera til þess að draga úr þessu?

Aldur:
54

Kyn:
Kvenmaður

Svar:

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina,

Nokkuð er um að fólk á öllum aldri hafi skjálfta og kippi  í höfði, höndum eða jafnvel öðrum útlimum. Algengast er að slíkt sé svokallaður “essential tremor”, eða skjálfti sem er yfirleitt óútskýrður og erfitt að meðhöndla sem slíkan, skjálfti eins og t.d. er við Parkisnon sjúkdóm lýsir sér meira við hvíld og svo er til “intentions tremor” sem er skjálfti sem eykst við markvissa hreyfingu t.d. þegar viðkomandi ætlar að lyfta glasi eða slíkt. Svo getur streita og álag aukið á ýmis taugaviðbrögð eins og kippi og skjálfta. Eðlilegt er að láta heimilislækni líta á viðkomandi og fara yfir eðli vandamálsins og taka afstöðu til þess hvort um er að ræða eitthvað sem krefst frekari skoðunar við. Ekki er gott að gefa ráð um meðferð þegar ekki liggur nákvæmlega fyrir hver vandinn er.

Kveðja,
Teitur Guðmundsson, læknir