Hvað má ég borða og hvað ekki
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.
Almennu leiðbeiningarnar eru að forðast áfengi, borða próteinríkan og fjölbreyttan mat, forðast salt og á seinni stigum sjúkdómsins skal minnka próteinneysluna í áföngum. Svo er afar nauðsynlegt að taka vítamín og steinefni. Það er líka gott að vinna þetta með sínum lækni og jafnvel fá álit hjá næringarráðgjafa því það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum og þarf að aðlaga að þörfum hvers sjúklings fyrir sig. Læt fylgja með leiðbeiningar sem ég þýddi úr grein hér fyrir neðan.
Ávextir og grænmeti: Veldu ferskt, því niðursoðnir ávextir og grænmeti geta innihaldið sykur og salt. Gott er að bæta ávöxtum út á morgunkorn til að auka næringargildi, trefjar og sætubragð. Epli eru t.d. trefjarík.
Mjólkurvörur: Erfitt getur verið fyrir líkamann að melta fituríkar mjólkurvörur. Haltu þig við fitulitla gríska jógúrt, saltlausan-fitulítinn ost og svo er mælt með möndlu- eða sojamjólk.
Kornvörur: Veldu heilhveiti brauð, pasta, brún hrísgrjón og morgunkorn í datðinn fyrir vörur sem innihalda hvítt hveiti. Granóla og granóla stykki má nota sem millimál ef þau innihalda ekki mikið magn af sykri og salti.
Prótein: Rautt kjöt, unnar kjötvörur og pylsur henta ekki fyrir einstaklinga með skorpulifur. Kjúkling eða kalkún án húðar má borða í litlu magni, fiskur eins og t.d. lax og svo egg eða eggjahvíta gætu hentað. Meirihluti af próteininntöku ætti að koma úr jurtaríkinu eins og t.d. þurrkaðar baunir og belgjurtir, ósaltaðar hnetur eða hnetusmjör og tófú.
Eftirréttir: Hér er gott að forðast allt sem inniheldur mikið magn af sykri og salti en getur gert þína eigin útgáfur sem eru fituskertar, sykurlausar og innihalda mjög lítið salt.
Drykkir: Forðast skal áfengi og koffein drykki. Vatn er gott en passa þarf ef keypt er vatn í flöskum að það sé lagt salt innihald. Mjólk og djús er í lagi sé það gerilsneytt.
Gangi þér/ykkur vel.
https://doktor.is/grein/skorpulifur
https://www.verywellhealth.com/what-is-the-best-diet-for-cirrhosis-1760062
með kveðju,
Thelma Kristjánsdóttir
Hjúkrunarfræðingur.