Hef tekið eftir að ég virðist vera með einhverskonar þykka, langa húðlengju yfir leggöngunum sem gerir það að verkum að í staðinn fyrir eitt op eru tvö lítil.
Í öll þau skipti sem ég hef reynt að notað túrtappa hef ég bara komið inn litlum, sem gera lítið sem ekkert, og á svo mjög erfitt með að toga þá út. Þeir festast alltaf á lengjunni, sem að er mjög sárt, og ég þarf þá alltaf að toga hana í burtu.
Ég virkilega vil losna við þetta, en ég veit ekki hvernig eða hvort þetta sé eðlilegt svo ég hef ekki sagt neinum frá.
Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina
Það eina sem ég get ráðlagt þér er að fara í skoðun hjá kvensjúkdómalækni. Það þarf að skoða þetta og ég tel að Kvensjúkdómalæknir sé þar besti og eini kosturinn.
Gangi þér vel.